Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel - USK2021080060
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. september 2021. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurn um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholtsbrautar og Jafnasels en ljósin þar eru í ólestri. Nefna má að  "græna ljósið" kemur seint eða aldrei fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholtsbrautina þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu ljósi eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Í svari kemur fram að ekki eru fyrirhugaðar breytingar á umræddum gatnamótum að svo stöddu. Hér er um gamlan búnað að ræða frá 2014. Í svari kemur fram að biðtími yfir Breiðholtsbraut, væntanlega á þessum sama stað og spurt var um hafi verið skoðaður milli kl. 06-23 á hverjum degi i heila viku og hafi biðtíminn verið minnstur 9 sekúndur og mestur 105 sekúndur. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta ótrúlegt ef verið er að tala um sömu gönguljós ekki nema að hnappurinn eigi það til að bila eða er ekki nægilega næmur? Fulltrúi Flokks fólksins vill í þessu sambandi benda á tillögu meirihlutans sem er á dagskrá á þessum sama fundi en hún er sú að gerð sé úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni. Gera má vonandi ráð fyrir að í kjölfarið verði gamall búnaður endurnýjaður.