Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel - USK2021080060
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót  Breiðholtsbrautar og Jafnasels. Þau ljós eru í ólestri og má nefna að "græna ljósið" kemur seint ef nokkurn tímann fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholsbrautina jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Ástand sem þetta hefur varað lengi.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.