Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti, umsögn - USK2021070032
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. ágúst 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Svar hefur borist frá umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti. Fram kemur í svari að uppsetning sökklana eru liður í að efla list og menningu í borginni og sé tímabundin aðgerð. Uppsettir kostuðu 10 ljósmyndastandar um 3,3 milljónir króna. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til gagnrýnnar hugsunar og varkárni þegar umhverfi er breytt og möguleikar á nýtingu gatna skertir. Mörgum finnst auk þess af þessu nokkur sjónmengun.