Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skipulagsmál í Úlfarsárdal, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Nú liggur fyrir að hverfið er komið í sína endanlegu mynd og er sú mynd nokkuð einsleit að mati fulltrúa Flokks fólksins, mest blokkir og  eitthvað um par- og raðhús.  Þarna hefði mátt hafa meiri fjölbreytni í stærð eigna og ólík verðbil. Ekki skortir landrými. Nú er bæði skortur á hagkvæmu húsnæði og stærri eignum með meira rými umhverfis og er barist um hverja einustu eign sem kemur á sölu. Vonandi líður ekki á löngu áður en ábendingum um að gönguleiðir séu ófullgerðar og frágangi á götum ljúki.  Uppbygging þessa hverfis hefur tekið langan tíma og þess vegna er ekki skrýtið að fólk sé farið að lengja eftir að verkefnum s.s. sem snyrtingu á umhverfi og að umferðaröryggismál fari að taka á sig fullnægjandi mynd.