Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn, umsögn - USK2021040053
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Tillaga um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn.  Ekki er talin þörf á gangbraut á þessum stað að mati skrifstofu samgöngustjóra. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að á þessum stað er engin göngutenging og hlýtur það að stangast á við öryggisstaðla. Í svari er nokkur mótsögn, annars vegar að það komi til greina að merkja gangbraut nærri biðstöð Strætó en hins vegar að samkvæmt forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða, þá verði það hvorki gert á þessum stað eða þetta ár. Hver ræður þessu í raun og veru? Er ekki rétt að hlusta á  það sem fólk segir, vegfarendur sem telja öryggi ábótavant við biðstöð Strætó á þessum stað?
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillagan um gangbraut er góð en með vísan í umsögn samgöngustjóra er ekki hægt að samþykkja hana og forgangsraða þannig aðgerðum á þessum stað fram yfir aðrar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Eðlilegt er að skoða gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn í forgangsröðun næstu ára.