Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um fyrirhugaðan Vetrargarð, umsögn - USK2021030113
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 97
10. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.