Battavöllur á Landakotstúni, umsögn - USK2021010098
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 11 mánuðum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2021 um erindi Íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs þar sem hvatt var til þess að hannaður yrði boltavöllur (battavöllur) á Landakotstúni. Einnig er lagt fram framangreint bréf formanns íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs, dags. 15. janúar 2021, ásamt bréfi skólastjóra Landakotsskóla til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017.
Svar

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og til gerðar fjárfestingaráætlunar.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því  að þarna verði byggður battavöllur og að gert verði huggulegt umhverfi í kringum hann. Þetta er kjörinn staður fyrir slíkan völl og er hugmyndin um hann þarna vel til fundinn.