Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innkaup umhverfis- og skipulagssviðs, umsögn - USK2021010064
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 90
2. desember, 2020
Frestað
‹ 32. fundarliður
33. fundarliður
Fyrirspurn
Fulltrúa Flokks fólksins óar við öllum þessum innkaupum Umhverfis- og skipulagssviðs sem birt eru í yfirlit í ljósi þess að á sviðinu starfa ótal sérfræðingar. Nýlega var verið að ráða enn fleiri sérfræðinga. Samt sem áður eru nánast flest verkefni keypt út í bæ. Milljarðar streyma úr borgarsjóði í aðkeypta sérfræðivinnu sem skipulagsyfirvöld kaupa af sjálfstætt starfandi fyrirtækjum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig samskiptum umhverfis- og skipulagssviðs (USK) er háttað við verkfræði-arkitektastofur. Spurt er: Hvernig er samskiptum við verkfræði-arkitektastofur háttað? Óskað er eftir upplýsingum um tilboð- fasta samninga- magnafslætti? Verið er að greiða verk- og arkitektastofum gríðarlegar upphæðir. Er ekki hægt að vinna nein þessara verkefna af sérfræðingum sviðsins? 
Svar

Frestað.