Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að sinna snjómokstri enn betur, salta gangstéttir og hafa saltkassa aðgengilega
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til að skipulags- og umhverfissvið standi sig betur í snjómokstri og söltun gangstétta og að saltkassar verði aðgengilegir við göngustíga í borginni. Borist hafa kvartanir yfir hversu illa er hreinsað t.d. í kringum skóla í Breiðholti og víðar á göngustígum í Breiðholti sem og ýmsum öðrum hverfum. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring.
Svar

Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tillagan felur í sér almenna kröfu um að gert sé betur varðandi söndun og mokstur án þess að ljóst sé með hvaða hætti það skuli gert. Tillögunni er vísað frá.
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins lagði til að skipulags- og umhverfissvið standi sig betur í snjómokstri og söltun gangstétta og stíga og að saltkassar verði aðgengilegir við göngustíga í borginni. Tillögunni er vísað frá á fundi skipulags- og samgönguráðs 27.1. 2021. Borist hafa kvartanir yfir hversu illa er hreinsað t.d. í kringum skóla í Breiðholti og víðar á göngustígum í Breiðholti sem og ýmsum öðrum hverfum. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring. Flokkur fólksins telur að göngu- hjólreiðastígum sé ekki nægilega vel sinnt hvorki almennt né hvað við kemur snjómokstri og söltun. Ef þeir eiga að vera alvöru hluti af samgöngukerfi borgarinnar þarf að sinna þeim sem slíkum svo sem með reglulegu viðhaldi og vetrarþjónustu. Grundvallaratriði er auðvitað að þetta verði nothæfir stígar sem samgönguæð og þá krefst það þess að lega þeirra sé þannig að hvorki séu á þeim krappar beygjur eða tröppur.