Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf, umsögn - USK2020110094
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 88
11. nóvember, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaða mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig það mál standi? Íbúar hafa verið að reyna að ná til skipulagsyfirvalda/sviðs til að fá þessar upplýsingar en ekki haft erindi sem erfiði. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins skilur þá er talsverður hávaði í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut og Stekkjarbakka. Eftir því sem næst er komist átti þetta verkefni að vera í forgangi. Spurt er um stöðu verkefnisins og samhliða hvetur fulltrúi Flokks fólksins skrifstofu umhverfis- og skipulagsmála, skipulags- og samgöngustjóra að fara yfir póstinn sinn og svara fyrirspurnum og erindum frá borgarbúum sem kunna að hafa gleymst. Því betri viðbrögð og svör sem borgarbúar fá við fyrirspurnum því sjaldnar er þörf á að leita til borgarfulltrúa eftir hjálp við að fá svör. Það eru jú embættismennirnir og starfsfólkið sem hafa svörin en ekki borgarfulltrúar minnihlutans. Minnt er einnig í þessu sambandi á tillögu Flokks fólksins um að bæta vinnubrögð almennt séð við svörun erinda frá borgarbúum
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.