Áheyrnarfulltrúi Sósíalista flokksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 84
14. október, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Lagt er til að Reykjavíkurborg komi upp sýnilegum hleðslustöðvum fyrir rafhjól. Margir nýta sér nú rafhjól til þess að komast leiða sinna og eru ekki með batterí í hjólinu sem dugar fyrir öllum ferðum dagsins. Það er því mikilvægt að tryggja aðgengi að hleðslustöðvum fyrir þau sem kjósa sér þennan samgöngumáta. Æskilegt væri að slíkt væri í nálægð við samgöngumiðstöðvar og verslunarkjarna og þar sem hægt er að bíða á meðan að batteríið á hjólinu er að hlaðast, fólki að kostnaðarlausu. 
Svar

Frestað.