Arnarnesvegur, undirbúningur, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 84
14. október, 2020
Annað
1. fundarliður
2. fundarliður ›
Fyrirspurn
Kynnt staða undirbúnings Arnarnesvegar.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tryggja þarf góðar tengingar fyrir gangandi og hjólandi milli sveitarfélaga, yfir áætlaðan Arnarnesveg. Samfelldur stígur þyrfti að liggja norðan og sunnan við veginn alla leið. Eins þyrfti viðbótarþverun á miðri leið, t.d. undirgöng sem fólk og dýr gætu nýtt.
  • Sósíalistaflokkur, Ísland
    Áheyrnarfulltrúi sósíalista harmar og leggst algjörlega gegn því að fyrirhugaður Arnarnesvegur eigi að ganga inn í Elliðaárdalinn.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa skipulagsvaldið og geta farið fram á aðra útfærslu með lagningu 3. áfanga Arnarnesvegar. Flokkur fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á að tengja má veg frá Arnarnesvegi-Rjúpnavegi í Kópavogi yfir í Tónahvarf. Hægt væri að leggja afrein frá Breiðholtsbraut inn í Víkurhvarf-Urðarhvarf í Kópavogi. Einnig stækka hringtorgin á þessum leiðum og að gera stórt og greiðfært hringtorg á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Vatnsendahvarfs. Vegurinn yrði þá að mestu innan bæjarmarka Kópavogs. Fulltrúi Flokks fólksins vill varðandi fyrirhugaða eyðileggingu Vatnsendahvarfs með hraðbraut höfða til betri vitundar og minna formann skipulagsráð á stefnu Pírata í umhverfismálum. Það er ekki langt síðan birtar voru yfirlýsingar Pírata sem hljóðuðu svona: „Við erum með bestu loftslagsstefnuna. Við höfum lagt fram öflugan Grænan sáttmála. Við höfum unnið mikla vinnu í átt að sjálfbærni í Reykjavíkurborg." Hvernig samræmist fyrirhuguð lagningu Arnarnesvegar gegnum Vatnsendahvarfið, sem leiða mun til stórfelldrar eyðileggingar á náttúru, hugmyndafræði Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs? Hvernig samræmist það grænum sjónarmiðum að ætla að leggja hraðbraut nánast ofan í fyrirhugaðan Vetrargarð og spengja fyrir hraðbraut þvert yfir grænt svæði með fjölbreyttri náttúru?