Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Frestað
‹ 28. fundarliður
29. fundarliður
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að farið verði með markvissum hætti í að einfalda byggingar-regluverkið til að gera umsækjendum um breytingar eða viðbætur á húsnæði léttar um vik. Flokkur fólksins lagði fram sömu tillögu árið 2018 en lítið virðist hafi verið gert hjá skrifstofu umhverfis og skipulagssviði til að liðka fyrir fólki og létta á regluverkinu sem er þungt og flókið. Það eru margir sem tala um hversu regluverk borgarinnar er stirt og ósveigjanlegt þegar kemur að umsóknum um breytingar, smáar sem stórar á húsum. Talað eru um að oft sé erfitt að eiga við skrifstofu byggingarfulltrúa og að það taki fleiri mánuði að fá byggingarleyfi. Skortur sé á að veittar séu fullnægjandi leiðbeiningar. Sífellt séu að koma fleiri athugasemdir og óþarfa smámunasemi ríki jafnvel í vinnubrögðum. Fólki finnst jafnvel stundum sem verið sé að reyna að hindra frekar en aðstoða. Verki fólks er sífellt að seinka með tilheyrandi kostnaði og öðrum erfiðleikum. Kröfurnar eru líka sagðar fullmiklar t.d. sé krafist utanhústeikninga þrátt fyrir að aðeins sé verið að gera innanhúsbreytingar. Skrifstofa byggingarfulltrúa virðist ekki átta sig á að tíminn er peningar. Ferlið þarf að vera skýrara og skilvirkara og leiðbeiningar þurfa að vera betri. Tímamörk verða að vera skýr og skrifstofa byggingarfulltrúa lipur, sanngjörn og hjálpsöm.
Svar

Frestað. 

Komur og brottfarir
  • - Kl. 11:25 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.