Tryggvagata, samskiptahópur USK og Veitna vegna framkvæmda, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ákveðið var að USK og Veitur vinni saman í teymum að öllum viðamiklum framkvæmdum í miðborginni. Samskiptahópur þeirra kynnir samstarfið vegna framkvæmda við Tryggvagötu. Hvað var gert, hvernig gekk og hvað er framundan? 
Gestir
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson verkefnastjóri og Inga Lind Valsdóttir og Ólöf Snæhólm Baldursdóttir frá Veitum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Frábært er að fylgjast með hve vel hefur tekist til við framkvæmdir við Tryggvagötu. Bylting hefur átt sér stað í verklagi við umbreytingu svæða í miðborginni. Fulltrúar meirihlutans fagna því hve samstarf við hagsmunaaðila hefur gengið vel og undirstrika mikilvægi þess að þetta góða verklag haldi áfram.