Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi sem er 1.3 km langur þjóðvegur í þéttbýli á milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fyrirhugaður Arnarnesvegur verði ekki lagður í Vatnsendahvarfi og að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf.
Svar

Tillagan er felld. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Arnarnesvegur er hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og samvinnuverkefni Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðar. Ekki stendur til að taka einhliða ákvarðanir sem myndu fela í sér brot á umræddum sáttmála.
  • Flokkur fólksins
    Tillaga um að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi og að gert verði nýtt umhverfismat hefur verið felld. Einu rökin eru þau að Arnarnesvegur er hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Vatnsendahvarf er gróðursælt útivistarsvæði. Af hverju vill meirihluti sem leggur áherslu á græn svæði og minnkun losunar ekki gera nýtt umhverfismat en þess í stað að sprengja fyrir hraðbraut sem byggt er á 18 ára gömlu umhverfismati? Margt hefur breyst á 18 árum. Forsendur eru allt aðrar. Þessi fyrirhugaða vegagerð er ekki nauðsynleg. Bent hefur verið á aðra kosti svo sem að tengja veginn inn á gatnakerfið við Tónahvarf. Hugmynd um huggulegan Vetrargarð er lítils virði ef hraðbraut á að liggja nálægt honum, útivistarsvæði er eyðilagt, komið verður í veg fyrir mögulega útivistaruppbyggingu með t.d. útsýnissvæði ofarlega á hæðinni. Þess vegna er áríðandi að gera nýtt umhverfismat. Þessi aðgerð er ekki einkamál borgar- og skipulagsyfirvalda. Ótrúlegt er að formaður sem talar sífellt um verndun grænna svæða, og hvetur til bíllauss lífsstíls vill taka ábyrgð á slíkri náttúrueyðileggingu í þágu bílaumferðar og þetta á að eiga sér stað á hennar vakt? Þessi eyðilegging mun verða það verk sem henni verði hvað mest minnst.