Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að endurskoðun fari fram á þeim áformum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi sem er 1.3 km langur þjóðvegur í þéttbýli á milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fyrirhugaður Arnarnesvegur verði ekki lagður í Vatnsendahvarfi og að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf. Vegurinn er á samgönguáætlun 2021 í samræmi við umhverfismat frá 2003 og eru mislæg gatnamót við Breiðholtsbraut á meðal forsendna. Síðan þá hafa flestar forsendur breyst mikið. Vegurinn kæmi til með að valda gríðarlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði og þrengja mjög að væntanlegum Vetrargarði skv. nýju hverfisskipulagi Breiðholts. Þá liggur fyrirhugað vegarstæði hærra en aðrir þjóðvegir í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og þar er mjög snjóþungt. Vvena þess að flestar forsendur þeirrar vegalagningar hafa breyst á síðustu 20 árum þarf að gera nýtt umhverfismat. Íbúar í ofanverðu  Breiðholti hafa gert alvarlegar athugasemdir við lagningu Arnarnesvegar í gegnum Vatnsendahvarf allt frá 1983, og svo við umhverfismatið frá 2003. Farið er fram á að nýtt umhverfismat verði gert fyrir vestanvert Vatnsendahvarf vegna breyttra forsendna, með hliðsjón af uppbyggingu Vetrargarðs, og þar með eflingu á grænu útivistarsvæði í Vatnsendahvarfi sem bæði gagnast Reykvíkingum og Kópavogsbúum.
Svar

Frestað.