Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Áformað er að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi, sem yrði 1.3 km. langur þjóðvegur í þéttbýli. Hann er á samgönguáætlun 2021, í samræmi við umhverfismat frá 2003, en síðan hafa forsendurnar breyst mikið. Hér áður fyrr var þessi vegur nefndur Ofanbyggðarvegur á skipulagsuppdráttum. Fyrri liður: Hver er afstaða Skipulags- og samgönguráðs og Reykjavíkurborgar til lagningar Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut í nábýli við fyrirhugaðan Vetrargarð skv. nýju hverfisskipulagi í Breiðholti, með fyrirsjáanlegum landspjöllum á verðmætu útivistarsvæði? Seinni liður: Telur Reykjavíkurborg lagningu Arnarnesvegar í Vatnsendahvarfi, á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs, forgangsverkefni í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu miðað við t.d. Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi?
Svar

Frestað.