Borgarlína, staðan,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynning. 
Svar

Kynnt.

Gestir
Hrafnkell Á. Proppé, verkefnastjóri Borgarlínunnar og Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Hvílíkur samkvæmisleikur og peningabruðl sem þessi borgarlína er. Ég er algjörlega orðlaus. Fyrirhugað er að fyrsta lota borgarlínu verði 13 kílómetrar. Áætlað er að kostnaðurinn verði 17,1 milljarður sem gerir rúman 1,3 milljarð á hvern kílómeter sem er að verða á pari við kílómeter í jarðgagnagerð. Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta slík opinber peningaútlát í þessa hringavitleysu. Hvenær voru landsmenn spurðir hvort þeir vilji að skattfé þeirra sé varið í þetta botnlausa rugl?
  • Flokkur fólksins
    Kynning er á borgarlínu en engin gögn fylgdu dagskrárliðnum og því erfitt fyrir kjörna fulltrúa að átta sig á stöðunni. Það hlýtur að vera mikilvægt að fara að endanlega ákveða hvar þessi lína á að vera nákvæmlega.  Málið er flókið og flækist enn meira vegna samstarfs við önnur sveitarfélög í samstarfi félags þar sem Reykjavík ræður hlutfallslega litlu.  Nýlega samþykkti meirihlutinn að Reykjavíkurborg tæki  þátt í opinberu hlutafélagi, Betri samgöngur ohf. um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. borgarlínu. Í þessu félagi hins vegar verða stjórnendur ekki fulltrúar kjósenda. Ekkert er búið að ákveða eftir því sem fram kemur endalega staðsetningu, einungis er um tillögur að ræða þótt sumar séu ígrundaðar. En bíður úrvinnsla. Ekki er búið að panta neina vagna en fram kemur að undirbúa þarf akstursvagnaútboð. Það gæti tekið 2-3 ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig vagnarnir verða knúnir. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna í þessu sambandi á allt metanið, innlendan, vistvænan orkugjafa sem nóg er til að. Tryggja þarf með skýrari hætti aðkomu rekstraraðila að verkefninu. Hver á að reka almenningssamgöngurnar. Ljóst er að langt er í land.