Framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stæði og sleppistæði við leik- og grunnskóla, umsögn - USK2020090015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 2. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í svörum við fyrirspurnum og framhaldsfyrirspurn Flokks fólksins um stæði og sleppistæði við leik- og grunnskóla liggur fyrir að verið er hægt og bítandi að fækka stæðum sem foreldrar nota þegar þau fara með börn sín í leik- og grunnskóla. Segir í svari að reglum sé fylgt. Auðvitað er reglum fylgt. Um er að ræða reglur sem skipulagsyfirvöld setja einhliða og án nokkurs samráðs við þá sem fylgja á reglunum. Til að gera fólki enn erfiðara fyrir er sett á gjaldskylda á nánast öll stæði sem skipulagsyfirvöld vita að fólk þarf nauðsynlega að nota. Í svari segir að ekki sé hægt að útiloka að gjaldskylda verði nærri leikskólum og grunnskólum. Það er upplifun fulltrúa Flokks fólksins að þessi meirihluti skipulagsmála borgarinnar vilji setja eins háan verðmiða á nauðsynlegar þarfir fólks og þau mögulega komast upp með. Þetta hefur sést víðar og áður. Alls staðar þar sem er álag eða aukið álag er rukkað og rukkað meira, þá er gjaldskyldum bílastæðum fjölgað og gjaldið hækkað.