Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Í ljósi þess að illa gengur oft að komast í samband við starfsmenn og embættismenn borgarinnar leggur fulltrúi Flokks fólksins til að öll netföng og vinnusímar starfs- og embættismanna skipulagssviða borgarinnar séu aðgengileg á netinu. Eins og staðan er nú er borgarbúum boðið upp á að hringja í eitt miðlægt símanúmer til að ná í starfsmenn. Þetta hefur ekki alltaf gengið vel. Leggja þarf áherslu á að borgarbúar hafi greiðan aðgang að embættis- og starfsmönnum allra sviða borgarinnar. Fyrsta skrefið er að hafa netföng og símanúmer sýnileg og aðgengileg.
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Borgarar eiga rétt að hafa samband við stjórnvöld, það eru margar leiðir til að tryggja þann rétt með skilvirkari hætti en þeim að hver og einn geti öllum stundum hringt í hvaða starfsmann borgarinnar sem er. Tillögunni er vísað frá.
  • Flokkur fólksins
    Tillögu Flokks fólksins um að öll netföng og vinnusímar starfs- og embættismanna skipulagssviða borgarinnar séu aðgengileg á netinu hefur verið vísað frá. Telur fulltrúi Flokks fólksins það vera á skjön við það sem lofað var í sáttmála þessa meirihluta en þar er margtalað um aðgengi, að borgarbúar hafi gott aðgengi að borgarkerfinu og embættis- og starfsmönnum. Aðgengi er ekki gott og það er ástæðan fyrir þessari tillögu. Eins og staðan er nú er borgarbúum boðið upp á að hringja í eitt miðlægt símanúmer til að ná í starfsmenn. Þetta hefur ekki alltaf gengið vel. Leggja þarf áherslu á að borgarbúar hafi greiðan aðgang að embættis- og starfsmönnum allra sviða borgarinnar. Fyrsta skrefið er að hafa netföng og símanúmer sýnileg og aðgengileg. Hvað er sjálfsagðra en að hafa upplýsingar um netföng og símanúmer starfsmanna og embættismanna aðgengilegt á netinu? Fulltrúi Flokks fólksins vill að borgarbúar geti sent skeyti og helst hringt beint í viðkomandi starfsmann. Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn eiga að vera settir í bómull þegar kemur að aðgengi að þeim.