Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa flokks fólksins, um stöðu framkvæmda vegna bættra samgangna, umsögn - USK2020080043
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 81
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 13. ágúst 2020 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Einnig er lögð fram umsögn, dags. 7. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Um er að ræða gönguleið milli Korpusvæðisins og Hamrasvæðisins. Það er byrjað á framkvæmdunum en það er hvergi nærri gengið eins langt og var nefnt í sameiningarferlinu eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. Þá var talað um undirgöng og umferðaljós, hafa þau loforð verið efnd? Aðstæður, staðsetning biðskýlis við Korpúlfsstaðaveg, Brúnastaði  er einnig alltof nálægt götunni. Börnin standa nánast út á götu þegar beðið er eftir skólarútunni. Hraðinn þarna er oft á tíðum mikill og því veruleg slysahætta á þessu svæði. Þar fyrir utan er það lýsing á göngustíg frá horni Garðsstaða og að einum undirgöngunum á svæðinu sem er ábótavant.  Þetta eru atriði sem virðast hafa fallið utan þess sem er verið að gera og ljóst að þetta með staðsetningu skýlisins og hættunnar þar er gríðarlega mikið öryggismál og með því stærsta á svæðinu öllu. Auðvita vonar fulltrúi Flokks fólksins að það sem verið er að gera leiði til breytinga og hjálpi til við að auka öryggi barnanna.