Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, til strætó bs., umsögn - USK2020080100
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 86
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn Strætó bs., dags. 13. október 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Af hverju er ekki talið /metið hversu margir einstaklingar nota þjónustu Strætó bs. á hverjum degi. Hvers vegna er þessi leikur með innstig. Sami einstaklingurinn getur stigið inn í vagna 6-8 sinnum á dag ef langt er á milli heimilis og starfsstöðvar. Því er um blekkingar að ræða. Hvað sem því líður hefur notkun á Strætó hrunið og keyra vagnarnir nánast tómir um götunar daginn út og inn með tilheyrandi mengun. Borgarfulltrúi Miðflokksins er hlynntur almenningssamgöngum, en þær verða að vera raunhæfar. Einnig er ljóst að Strætó bs. er kominn í verulegar fjárhagslegar kröggur. Tekjurnar hafa hrunið og er ljóst að hátt í einn milljarð vantar inn í reksturinn 2020. Minnt er á að 2012 gerði fyrirtækið samning við ríkið að hið síðarnefnda legði til um milljarð á ári í 10 ár til að auka almenningssamgöngur og er því um algjöran forsendubrest að ræða. Ekkert af því hefur staðist. Það er ljóst að endurskoða þarf rekstur Strætó alveg upp á nýtt og allt tal um borgarlínu er fjarstæðukennt. Reykvíkingar kjósa að nota aðra samgöngumáta svo sem að ganga, hjóla og nota fjölskyldubílinn.