Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stefnu Strætó varðandi lausagang strætisvagna á biðtíma, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Bílar sem brenna bensín eða dísel eyða og menga mest á litlum hraða í fyrsta gír, svo ekki sé talað um kyrrstöðu. Þá brenna þeir og menga til einskis. Flestir nýir einkabílar af öllum gerðum eru í dag með hugbúnað sem lokar fyrir eldsneyti til vélarinnar þegar verið er að hægja á ferðinni og stöðvar síðan vélina þegar menn stoppa, t.d. á ljósum, en ræsir síðan sjálfvirkt vélina aftur þegar bremsunni er sleppt. Þetta á ekki við um þá vagna sem Strætó notar. Þeir eru alltaf í gangi í akstri, sem og þegar stoppað er á ljósum eða á stoppistöðvum í lengri og skemmri tíma. Það er alltaf bílstjórans á þessum vögnum því að ákveða hvenær drepið er á vélinni og hvenær ekki. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir: Hver er stefna Strætó. bs. hvað þetta varðar? Hvað er bílstjórum Strætó bs. kennt og uppálagt í þessum efnum? Óskað er eftir að fá yfirlit yfir þá þjálfun og fyrirmæli sem strætisvagnabílstjórar fá hvað þetta varðar og þá er átt einnig við hvort bílstjórar fái ekki þau fyrirmæli að hafa vagna aldrei í lausagangi á biðstöð s.s. á Hlemmi eða í Mjódd?
Svar

Frestað.