Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna grjótmana sem settar var á Eiðsgranda.
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 78
12. ágúst, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hver er kostnaður af þessum grjótmönum sem settar voru á Eiðsgranda og hver mun viðbótarkostnaður verða við lagfæringu þeirra? Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um málið segir: „Að nú hafi verið tekin ákvörðun um að laga manirnar, lækka þær og laga betur að landinu. Síðan verður sáð og gróðursettur strandgróður í svæðið. Manirnar séu ekki grjóthrúgur heldur er sé þetta uppgröftur úr stígnum og lag af möl yfir en ekki hafi unnist tími til að huga nægilega vel að frágangi. En fremur að ákvörðun um mölina var ekki mikið ígrunduð og manirnar höfðu ekki verið hannaðar heldur unnar beint í landið. Manirnar urðu óþarflega háar og sérstaklega ein mönin sem er of há og of brött og lokar sýn úr Rekagranda og að alltaf hafi staðið til að græða upp manirnar með gróðri sem ekki væri hægt að hefja fyrr en að vori.“ Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað alls verkefnisins og sundurliðun eftir verkþáttum.
Svar

Frestað.