Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi uppbyggingu í Skerjafirði, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 82
23. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagfulltrúa, dags. 18. september 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Ástæða fyrir spurningu fulltrúa Flokks fólksins var að í gögnum um uppbyggingu í Skerjafirði kemur fram að draga eigi úr byggingarheimildum atvinnusvæðis í Skerjafirði. Í svari segir að „við vinnslu deiliskipulagstillögunnar nýju var ákveðið að minnka miðsvæði á þróunarreit nr. 5 á kostnað íbúðarbyggðar og þar með minnka umfang atvinnuhúsnæðis.“ Auk þess má reikna með að byggingarmagn atvinnuhúsnæðis minnki all nokkuð frá gildandi skipulagi en á skilgreindum miðsvæðum meðfram umferðarleiðum er miðað við að íbúðir verði að jafnaði á efri hæðum eins og segir í svari. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort það sé pólitísk ákvörðun að minnka atvinnustarfssemi í Skerjafirði og almennt í hverfum borgarinnar nema þeim sem eru miðsvæðis. Fulltrúi Flokks fólksins hefur haldið að það sé vilji meirihlutans að fólk þurfi sem minnst að hreyfa sig út úr hverfi enda samgönguæðar sprungnar og ekki hægt að stóla á borgarlínu eða Fossvogsbrú næstu árin. Stærstu áhyggjurnar eru hvernig fólk á að komast í og úr hverfi. Skerjafjörður má ekki lokast af, verða einhver afkimi þar sem aðgengi verður erfitt. Slíkt mun rýra gildi fasteigna sem þarna verða.