Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979, umsögn - USK2019110087
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
BORGARRÁÐ 7. maí 2020: Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. R19100452
Svar

Framhaldsfyrirspurn um útboð Reykjavíkurborgar um stýribúnað umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. 1. Hver er niðurstaðan í kærumálunum í útboði nr. 14356 sem auðkennt er rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa? 2. Hvaða fyrirtæki hefur þjónustað Reykjavíkurborg í ljósastýringu/tæknibúnað frá árinu 1979?  3. Geta borgarfulltrúar fengið að sjá og fengið kynningu á miðlægri stýritölvu (MSU) sem staðsett er í Borgartúni? 4. Óskað er efir að fá kerfislýsingu á ljósaprógramminu sem starfsfólk RVK og ráðgjafar hafa hannað sjá IV. kafla greinagerðarinnar. 5. Hvaða greiningar er hægt að fá varðandi umferð og notkun umferðarljósanna undanfarin ár skv. v. kafla b. í greinargerð. 6. Er hægt að sjá umferðarflæði á öllum ásum ljósanna sem tengd eru við kerfið undanfarin ár. 7. Á gönguljósum í miðbænum hafa verið teknir upp Austur-Þýskir karlar. Hvað kostaði að breyta þessum gönguljósum í þessa veru? 8. Hver tók ákvörðun um að breyta ljósunum? 9. Standast þessar breytingar ný umferðarlög?

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Það er óskiljanlegt að fyrirspurnir sem ég lagði fram í byrjun maí í borgarráði, tvær frá 7. maí og ein frá 14 maí, skuli fyrst núna vera afgreiddar með formlegum hætti inn í samgöngu- og skipulagsráði. Í raun má segja að þær hafa ekki verið teknar fyrir því þeim er vísað áfram. Hvað er að í stjórnsýslu Reykjavíkur – af hverju þarf að flækja málin svona mikið?