Hringbraut - Hofsvallagata, breytingar á gatnamótum,
Hringbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. júní 2020, þar sem óskað er heimildar til að ljúka, í samstarfi við Vegagerðina, undirbúningi breytinga á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld óska heimildar til að ljúka undirbúningi breytinga á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Flokkur fólksins fagnar að endurnýja á umferðarljósabúnað enda þarna búið að vera ófremdarástand. Það er almennt erfitt að koma akandi Hringbraut og beygja til suður á Hofsvallagötu og spurning hvort að það verði nokkurn tíma gott eftir allt rask sem orðið hefur á gatnakerfinu. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi er einnig slæmt vegna þrengsla. Of lítið bil er milli bíla, hjólandi og gangandi. Hofsvallagata rúmar þetta illa. Það á þátt í að bílar sitja fastir á þessum gatnamótum, margir á leið sinni vestur í bæ og út á Seltjarnarnes. Vandinn væri ekki svo mikill ef þetta væri ekki önnur helsta leið út á Seltjarnarnes. Fyrir þá sem búa fyrir vestan þessi gatnamót hlýtur þetta að fara að hafa áhrif t.d. á sölumöguleika húseigna þar.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Fyrirhuguð breyting á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu er löngu tímabær. Hún mun auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Það er fagnaðarefni.