Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Borgarstjóri hefur kynnt að Reykjavíkurborg fari í rekstur hafnarstrætó. 1. Þarf ekki að lögskrá áhöfn á bátinn þ.e. skipstjóra, vélstjóra og stýrimann? 2. Hvernig verður öryggismálum háttað? 3. Hverjar eru stoppistöðvar hafnarstrætósins? 4. Hvenær er áætlað að strætóinn fari að ganga á milli hafna?
Svar

Vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Hahahahahahahahahaha – það er ekki annað hægt en að fá hláturskast við afgreiðslu þessa máls. Í hinu svokallaða „græna plani“ meirihlutans sem borgarfulltrúi Miðflokksins kallar hallærisplan eða skuldaplan, er kveðið á um vatnastrætó. Nú hefur komið í ljós að sá faramáti er innhaldslaus froða eins og annað í sáttmálanum. Eins er vatnastrætó kynntur sem forsenda þess að nýtt óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag í Gufunesi en Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. Hér er um mikið sjónarspil að ræða því byrjað er að grafa fyrir þessu þorpi í Gufunesi og er því verið að ljúga að fólki um þjónustu og samgöngur á svæðinu. Þvílíkt ábyrgðarleysi og blekkingar. 
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Fyrirspurninni er vísað frá. Engin ákvörðun um málið liggur fyrir.