Aðgengi eldri borgara um göngugötur, Umsögn um fyrirspurn Flokks fólksins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Flokks fólksins af fundi skipulags- og samgönguráðs, dags. 15. janúar 2020 er varðar aðgengi eldri borgara um göngugötur. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 20. maí 2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um aðgengi fatlaðra um göngugötur sbr. 10. gr. 2019 nr.77 25. júní í nýjum umferðarlögum og hvort borgaryfirvöld vilji ganga enn þá lengra en lagasetningin segir til og veita eldri borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í þessum lögum. Einnig kemur fram að sviðið hafi þann 3. apríl sl. sendi umhverfis- og skipulagssvið minnisblað til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, „þar sem lýst var yfir áhyggjum af framkvæmd undanþáguákvæðis 1. mgr. 10. gr. laganna. Undanþágan felur í raun í sér að stórum hópi fólks, þ.e. um 8.000 handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, er heimilað að keyra um göngugötur með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á öryggi annarra vegfarenda.“ Vissulega getur Reykjavíkurborg sem veghaldari séð til þess að aldraðir hafi gott aðgengi þótt ekki sé kveðið á um það sérstaklega í lögunum. Af þessu má sjá viðhorf skipulagsyfirvalda til aðgengismála fatlaðra og aldraðra. Varla eru áhyggjur af því að 8000 handhöfum stæðiskorta mæti allir í bæinn íeinu og aki á göngugötum. Vissulega getur Reykjavíkurborg sem veghaldari séð til þess að aldraðir hafi gott aðgengi þótt ekki sé kveðið á um það sérstaklega í lögunum.