Skólavörðustígur við Bergstaðastræti, afmörkun göngugötu
Skólavörðustígur 1A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 76
10. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags 29. maí 2020, þar sem óskað er heimildar til að ljúka undirbúningi breytinga á gatnamótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis.
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Komur og brottfarir
  • - Kl. 9:53 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins veltir hér fyrir sér forgangsröðun og hvort að hér sé með þessari aðgerð ekki verið að loka fyrir möguleika á að snúa þessari ákvörðun um lokun þessa svæðis við. Eins og margoft hefur komið fram eru miklar deilur um þessa framkvæmd alla og ef sú staða kæmi upp að fáir eigi eftir að koma á svæðið eftir breytinguna og verslanir komi jafnvel ekki til með að þrífast þarna er mikilvægt að geta breytt aftur til baka með litlum tilkostnaði. Þá getur komið upp sú staða að búið sé að henda 10 milljónum í ekki neitt. Flokkur fólksins leggur til að beðið sé með þessa aðgerð til að sjá hverju framvindur. Hafa skal í huga að um göngugötur eiga eftir að aka bílar, P merktir bílar og bílar sem losa vörur. Kantsteinar og upphækkanir henta þá illa. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki sjónarmiðið, hér er verið að eyða peningum að óþörfu.
  • Miðflokkur
    Er ekki nóg að loka götunum með merkingum? Hvers vegna þarf að fara í þessar framkvæmdir upp á tæpar 10 milljónir? Er þetta forgangsröðun á fjármagni? Þetta verk er langt, langt í frá að vera lögbundið eða grunnþjónusta. Það eru allir að gefast upp á þessari sóun sem stunduð er í gæluverkefni meirihlutans.
Landnúmer: 101402 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119918