Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 74
27. maí, 2020
Annað
1. fundarliður
2. fundarliður ›
Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til  sem tilraunaverkefni að rekstraraðilar við þær götur sem nú hafa verið gerðar að göngugötum varanlega eða tímabundið fá að ráða sjálfir hvort götu sé lokað fyrir umferð eða ekki.  Skiptar skoðanir eru á þessum lokunum og fjöldinn allur er alfarið á móti þeim. Það hafa kannanir sýnt svo ekki verði um villst. Til að ná lendingu til bráðabirgðar í það minnsta, væri hægt að prófa leið eins og þessa. Á sólardegi geta rekstraraðilar ákveðið að hafa opið að hluta til eða allan daginn og á öðrum dögum geta bílar ekið göturnar.  
Svar

Vísað frá með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Tillagan Flokks fólksins að rekstraraðilar við þær götur sem nú hafa verið gerðar að göngugötum varanlega eða tímabundið, fái að ráða sjálfir hvort götu sé lokað fyrir umferð eða ekki hefur verið vísað frá af skipulagsyfirvöldum. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Þetta eru kaldar kveðjur frá meirihlutanum til rekstraraðila Er þeim ekki treyst til að fá í skamman tíma að stjórna því sjálfir hvort hentar að hafa götur opnar eða lokaðar? Málið er alvarlegt, hér er valtað yfir fólk, fólk sem á hagsmuna að gæta og fram hefur margs sinnis komið fram í könnunum að hér er gengið gegn vilja meirihluta borgarbúa og rekstraraðila. Verslun hefur hrunið í kjölfar lokana nema veitingastaðir og minjagripaverslanir þ.e. þegar ferðamenn voru til staðar.