Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um áhrif af göngugötum á umferð og mannlíf, umsögn - USK2020060047
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Það hefur verið mikil óánægja með hvernig meirihlutinn hefur gengið fram í að loka ákveðnum götum fyrir umferð í miðbænum. Nú er liðið á annað ár frá því að það kom í ljós að lokun umferðar hafði verulega slæm áhrif á verslun í miðbænum. Heimsóknum Íslendinga sem búa annars staðar í miðbænum hefur snarfækkað. Framkvæmdir og breytingar á akstursstefnu Laugavegar settu strik í reikninginn. Á meðan ferðamannastraumur var mikill þrifust barir, veitingastaðir og minjagripi vel en verslanir sem höfðuðu meira til landans fundu áþreifanlega fyrir vaxandi áhugaleysi á komum í miðbæinn. Einar þrjár kannanir hafa verið gerðar og allar sýna þær sama mynstur. Spurningar voru m.a. hvort viðkomandi var hlynntur göngugötum og hvort hann væri minna eða meira líklegur að heimsækja miðbæinn eftir að loka væri fyrir umferð. Niðurstöður eru skýrara. Fólki líkar ekki þessar breytingar. Í framhaldinu vill fulltrúi Flokks fólksins leggja fram fyrirspurnir: 1. Hefur verið gerð rannsókn á því hvaða áhrif lokun Laugavegarins hefur á umferð um íbúagöturnar í kring, Grettisgötu, Njálsgötu og Bergþórugötu? 2. Hefur umferð um þessar götur verið mæld? 3. Liggja fyrir einhver töluleg gögn sem styðja þá fullyrðingu um að mannlíf og verslun aukist með fleiri göngugötum?
Svar

Frestað.