Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og samgönguráð samþykkir að breyta akstursstefnu milli Klapparstígs og Frakkastígs aftur til fyrra horfs, þannig fari öll umferð um Laugaveg í sömu stefnu. 
Svar

Fellt með 4 greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Öfug akstursstefna upp Laugaveg, milli Vatnsstígs og Frakkastígs, hefur leitt til þess að bílar streyma nú niður Frakkastíg úr þremur ólíkum akstursstefnum. Fyrirkomulagið hefur skapað ringulreið á svæðinu, aukið bílaumferð um Frakkastíginn og skapað slysahættu fyrir gangandi vegfarendur á svæðinu. Rétt er að taka fram að jafnvel þó svæðið verði að endingu skilgreind göngugata mun tiltekin akandi umferð enn eiga leið um vegkaflann, svo sem handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra og umferð vegna vörulosunar. Mikilvægt er því að snúa akstursstefnunni aftur til fyrra horfs svo jafna megi umferðarálag á svæðinu og tryggja aukið öryggi vegfarenda í miðborginni.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Samþykkt var áfangaskipting fyrir Laugaveg göngugötur í skipulags- og samgönguráði fyrr í vetur, þar var þetta svæði skilgreint sem 2.áfangi. Í sumar er ætlunin að breyta svæðinu i sumargötur 2020 og í framhaldinu breyta deiliskipulagi fyrir varanlega göngugötu. Allt í þágu öflugs miðbæjar og í takt við samþykkt borgarstjórnar. Því er þessi tillaga felld.