Hjólreiðaáætlun 2021-2025, stýrihópur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 73
20. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt er fram til staðfestingar erindisbréfi samgöngustjóra varðandi stýrihóp um Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025.
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Það sem sá stýrihópur sem hér um ræðir verður að gera er að huga að reglum á blönduðum stígum. Oft hefur legið við stórslysum á blönduðum stígum. Að leggja stíga, blandaða stíga sérstaklega fylgir ábyrgð að öryggi þeirra sem eiga að nota hann verði sem best tryggt. Setja þarf hámarkshraði hjóla á göngu- og hjólastígum og aðliggjandi gangstéttum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi. Flokkur fólksins bendir jafnframt á að tilefni kann að vera til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna t.d. mikillar umferðar á rafknúnum vespum, raf-hlaupahjólum og öðrum minni vélknúnum faratækjum. Á sínum tíma var lögð lína þar sem gangandi fengu tvo metra og hjól einn metra. Sú lína er ekki lengur þar sem umferð á stígum hefur aukist mikið. Í hjólreiðaáætlun er markmiðið að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá meginstofnleiðum borgarinnar. Þetta tekur mörg ár. Nú myndast iðulega vandræða- og hættuástand á blönduðum stígum. Fólk er hvatt til að hjóla en aðstæður fyrir hjólandi og gangandi eru bara víða ekki góðar. Þar sem hægt er að hafa línu til að aðskilja gangandi og hjólandi þá ætti hún að vera til staðar. Skipulagsyfirvöld voru of fljót á sér að fræsa línuna í burtu og halda að skilti duga. Sums staðar hefur línan verið látin eyðast.