Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um birtingu persónuupplýsinga, umsögn - USK2020050071
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Nöfn þeirra sem sendu inn athugasemdir vegna staðsetninga smáhýsa hafa verið birt í dagskrá fyrir fundinn. Þetta er sagt vera venja í samgöngu- og skipulagsráði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé með leyfi aðila? Einnig er spurt hvort þetta rými við persónuverndarlög ? Kærur eru t.d. merktar sem trúnaðargögn. Hver er munurinn á þessu tvennu, kærur vs. athugasemdir þegar kemur að reglum um birtingu nafna í dagskrá? Hvernig er fjallað um nafnabirtingar innsendra mála í reglum og samþykktum borgarinnar? Flokkur fólksins vill árétta að mikilvægt er að hafa í huga að það er ekki víst að fólk sem sendir inn athugasemdir og umsagnir vilji að nöfn þeirra séu birt í dagskrá eða fundargerðum. Skipulagsmál eru fyrir mörgum afar tilfinningaleg mál.
Svar

Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra.