Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 70
6. maí, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að ekki verði birt hvorki í dagskrám eða fundargerðum nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eða kvartanir vegna skipulagsmála. Það er víst algengt er í skipulags- og samgönguráði að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eru birt í dagskrá. Að birta nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir telur fulltrúi Flokks fólksins vera óþarfi. Ef horft er til nafnabirtinga þeirra sem senda inn kærur þá eru þau gögn iðulega merkt trúnaðargögn. Því skýtur skökku við að sjá að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir eru birt. Hver er munurinn á þessu tvennu þegar kemur að reglum um birtingu nafna? Hér hlýtur að þurfa að gæta jafnræðis. Tími kann að vera kominn að reglur og samþykktir sem lúta að þessu atriði verði endurskoðaðar. Vel kann að vera að þær séu orðnar barn síns tíma. Oft er um að ræða viðkvæm skipulagsmál. Skipulagsmál geta t.d. verið mjög tilfinningaleg fyrir suma. 
Svar

Frestað.