Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Síðast Vísað frá á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 70
6. maí, 2020
Vísað frá
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld nota ekki núverandi ástand til að minnka aðgengi að miðbænum. Lagt er til að borgarstjóri noti ekki hið viðkvæma ástand vegna COVID-19 veirunnar til að þrýsta málum í gegn sem eru jafnvel í óþökk fjölda borgarbúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það blasa við að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld ætli að nota tækifærið í þessu ástandi til koma áformum sínum um að loka fyrir bílaumferð í miðbænum hraðar í gegn. Sagt er að rekstraraðilar vilji stækka staði sína til að virða tveggja metra regluna og leggur borgarstjóri til frekari lokanir gatna í því sambandi. Inn í umræðuna reyndi borgarstjóri að draga þá Þórólf og Víði sem hafa nú sagst ekki hafa neina skoðun á hvort  göngugötur dragi almennt úr eða auki smithættu. Hverjir hafa viljað stækka staði sína? Eru það veitingastaðir? Hvað með aðrar verslanir, eiga þær að færa varning sinn út á götu? Þessar hugmyndir eru með öllu óraunhæfar og munu skaða miðbæinn. Með því að loka fleiri götum verður verra aðgengi fyrir bíla. Miðbærinn er nú mannlaus vegna veirufaraldurs. Borgarstjóri vill notfæra sér veirufaraldurinn til að loka fleiri götum fyrir umferð. Tveggja metra reglan er notuð sem yfirskyn og sagt að rekstraraðilar vilji þetta. 
Svar

Vísað frá með atkvæðum fulltrúa Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Píratar
    Borgin er í sífelldri þróun og umhverfi rekstraraðila í miðbænum er að taka snörum breytingum vegna Covid faraldursins. Það er nauðsynlegt að bregðast við á hverjum tíma með það að markmiði að huga að heilsu borgarbúa sem og góðu mannlífi. Aukið göngusvæði í miðborginni, unnið í góðu samráði við haghafa gerir hvoru tveggja. Tillaga þessi felur hins vegar í sér gildisdóma um skoðanir borgarstjóra, lýsingu á afstöðu áheyrnarfulltrúa Flokks fólks til þessara meintu afstöðu ásamt spurningum sem óljóst er hver eigi að svara. Tillagan er ekki tæk til afgreiðslu og er henni vísað frá.