Ársskýrsla byggingarfulltrúa 2020,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 96
24. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa fyrir árið 2020, dags. í janúar 2021. 
Svar

Kynnt.

Gestir
Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Aldrei í sögu Reykjavíkur hafa jafnmargar íbúðir verið byggðar. Undanfarin 6 ár hafa 6.208 nýjar íbúðir verið í byggingu í borginni. Árið 2020 voru 1.574 íbúðir fullgerðar og teknar í notkun en á árinu hófst bygging á 1.174 íbúðum.
  • Flokkur fólksins
    Fram kemur að lítið er byggt af rað- og einbýlishúsum. Ef þróunin verður áfram svo mun það breyta svip borgarinnar. Spurning er hvort þetta þurfi að ræða betur og hvort það sé þegar stefna borgarinnar að lítið verði til af einbýlishúsum. Svipað virðist gilda um raðhús. þau virðast vera á útleið.  Borgin má ekki verða of einsleit. Er ekki markmiðið að reyna að mæta þörfum og óskum allra þegar kemur að íbúðarhúsnæði og vali á því? Flokkur fólksins mælir með því að sérstaklega verið reynt að skipuleggja öll svæði  þannig að aldurshópar blandist saman, stærð íbúða verði mismunandi, allt frá litlum íbúðum til rað- og einbýlishúsa, að uppbygging stuðli að félagslegri blöndun og að góður hluti af húsnæði sem byggt er í sérhverju hverfi verði raunverulega hagkvæmt.