Fyrirspurn frá Flokki fólksins, er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 44
21. ágúst, 2019
Annað
‹ 29. fundarliður
30. fundarliður
Fyrirspurn
Fyrirspurn frá Flokki fólksins er varðar orð formanns Skipulags- og samgönguráðs í bókun hennar við lið 16 á dagskrá fundar 21. 8. Þar segir hún í svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi samráð við hagsmunaaðila við Laugarveginn vegna göngugatna.  "Núna er í gangi deiliskipulagsferli fyrir Laugaveg sem göngugötu og felur það í sér lögbundið samráðsferli við hagsmunaaðila." Flokkur fólksins óskar eftir ítarlegum upplýsingum um hvernig þetta lögbundna samráðsferli við hagsmunaaðila eigi að fara fram. Þegar talar er um að fá ítarlegar upplýsingar er átt við: Hvernig skal það samráð fara fram, hvar og hvenær?  Felst í þessu "samráði" að hagsmunaaðilar muni fá tækifæri til að taka fullan þátt í ákvörðunum byggðan á þeirra forsendum? Nú hafa hagsmunaaðilar mótmælt harðlega lokun þar sem verslun þeirra hefur í kjölfarið hrunið. Spurt er, verður tekið tillit til þess? Fram til þessa hefur ekkert samráð verið en hagsmunaaðilum boðið á einn fund og fengið að merkja inn á svæðið hvar hafa á bekki og blómapotta. Hvað varðar Sjálfsbjörg og ÖBÍ hefur borgin vissulega sent umboðslausa embættismenn til viðræðu við samtökin. Mörgum spurninga þeirra hefur ekki verið svarað. Hagsmunaaðilar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu varðandi lokun gatna hvað þá að tekið hafi verið tillit til þeirra vilja og skoðana. Reiði hefur verið mikil í þessum hópi sem finnst Skipulagsráð og meirihluti borgarstjórnar hafa valtað yfir sig með frekju, valdníðslu og yfirgangi. Frestað.
Svar

Fleira gerðist ekki.