Hverfisgata 98A, 100 og 100A,breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 98A
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. september 2021 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér að heimilt verður að sameina lóðirnar í eina lóð, sett er kvöð um uppbrot byggðar í samræmi við fyrri lóðarmörk ásamt kvöð um þrjá innganga. Lyftustokkur og annar tækjabúnaður standi upp fyrir byggingarreit og íbúðum fækkar um tvær. Á lóð nr. 100 verður heimilt að byggja ofan á núverandi byggingu eða rífa hana og byggja nýja ásamt því að byggingarreitur minnkar og verður í samræmi við grunnflöt núverandi byggingar jafnframt því sem að byggingaheimildi fyrir kjallara, stigahús og lyftuhús fellur út, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 16. september 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. október 2021 til og með 23. nóvember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þorlákur Hilmarsson dags. 14. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa, dags., 10. janúar 2022. Þar sem athugasemdir bárust við grenndarkynningu er málið lagt fram í skipulags- og samgönguráði og lagt til að það verði samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101580 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022410