Laugarnestangi, friðlýsing menningarlandslags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 20. ágúst 2021 vegna útvíkkunar á friðlýsingu menningarminja á Laugarnestanga ásamt drögum að friðlýsingarskilmálum og fylgiskjölum. Óskað er eftir að athugasemdir vegna tillögu að friðlýsingu berist fyrir 10. september 2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 15. september 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins telur að friðlýsa  eigi Laugarnestangann. Þegar hefur vanhugsuð landfylling verið gerð við norðurhluta tangans og brýnt að taka fyrir að sú landfylling verði stækkuð og að náttúrulegri fjöru sem enn  er við tangann verði látin í friði.