Vogabyggð svæði 2 (Skutulstorg), breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 116
6. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Hans Olav Andersen dags. 31. ágúst 2021 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2. Í breytingunni felst að byggingareitur dreifistöðvar á Skutulstorgi er stækkaður úr 35m2 í 65m2, lögun og staðsetningu breytt og lóðarmörk fyrir reit 2-3 er breytt skv. uppdrætti Jvantspijker & partners og Teiknistofunnar Traðar dags. 27. ágúst 2021. 
Svar

Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.