Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12, breyting á deiliskipulagFélagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 ReykjavíkSigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær
Lindargata 42
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar f.h. Félagsstofnunar stúdenta dags 1. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna  lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og lóðir nr. 10 og 12 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjarlægja hús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg og 44 við Lindargötu, breyta lóðarmörkum lóðanna nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, sameina lóðina nr. 44 við Lindargötu við lóðirnar nr. 40, 42 og 46 við Lindargötu, byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lindargötu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, fækka bílastæðum á lóð og gera sameiginlegt útisvæði fyrir stúdenta vestan við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lindargötu og flytja núverandi byggingu frá lóð nr. 12 við Vatnsstíg á nýja lóð nr. 10 við Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 1. júní 2021. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 4 atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Skipulagið er unnið í samráði við Minjastofnun. Húsið við Vatnsstíg 12 verður flutt á nýjan grunn við Vatnsstíginn. Hús númer 10 er talið ónýtt. Með skipulaginu er heimilað að að byggja stúdentaíbúðir fyrir 122 námsmenn. Uppbyggingin verður hjá lykilás Borgarlínu og býður upp á grænar tengingar við háskólasvæðið í Vatnsmýri. Mikilvægt er að huga að áferð og yfirbragði svæðisins í vinnunni framundan.
  • Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 
    Bílastæðum er fækkað úr 37 í 23. Þetta er fækkun um 14 bílastæði. Á sama tíma er verið að fjölga íbúðum verulega sem mun auka álag á bílastæði í nálægum götum. Bílastæði á íbúð verða innan við 0,2 á íbúð miðað við að 122 íbúðaeiningar. Það þýðir minna en eitt bílastæði á hverjar 5 íbúðir. Þá fækkar enn hefðbundnum eldri húsum í miðborginni og hætta er á að ný uppbygging verði einsleit.
101 Reykjavík
Landnúmer: 200370 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019058