Stekkjarsel 7, kæra 66/2021, umsögn, úrskurður
Stekkjarsel 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 119
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2021 ásamt kæru dags. 25. maí 2021 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 á umsókn um áður gerðar breytingar sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 7 við Stekkjarsel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. júní 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. október 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 2. mars 2021 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á einbýlishúsi að Stekkjarseli 7.