Skólavörðustígur 36, kæra 29/2021, umsögn, úrskurður
Skólavörðustígur 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 111
25. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. mars 2021 ásamt kæru dags. 11. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á 2. og 3. hæð á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. júlí 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 2. mars 2021 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verlsunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð, á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg.