Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagiLandslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Síðast Vísað til borgarráðs á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Saltvíkur er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, vegna breyttrar legu á nýjum stíg í tengslum við ný undirgöng undir Vesturlandsveg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir deildarstjóri ásamt Önnu Elínu Jóhannsdóttur og Rúnu Ásmundsdóttur frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.