Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 8/2021, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Til vara er jafnframt farið fram á stöðvun framkvæmda.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Nú hefur verið lögð fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála . Kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Ítrekaðar kvartanir íbúa er komið í farveg. Málið hefur ítrekað komið fyrir skipulags- og samgönguráðs og hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um m.a. að lítið tillit hafi verið tekið til sjónarmiða íbúa. Um hefur verið að ræða málamyndasamráðsferli. Forsaga málsins ber þess vott. Minnt er á að eitt meginmarkmið skipulagslaga frá 2010 var að tryggja samráð við íbúa og hagsmunaaðila þeirra að gerð skipulagsáætlana og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Nú er málið jafnvel á byrjunarreit.