Grensásvegur 1, kæra 60/2020, umsögn, úrskurður
Grensásvegur 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2020 ásamt kæru dags. 13. júlí 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir byggingu 5 hæða fjölbýlishúss, hús A, með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum, geymslu- og bílakjallara, það fyrsta af fjórum nýbyggingum á lóð nr. 1 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. júlí 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. september 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars 2020 um breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar Grensásvegur 1. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. júní 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir fimm hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum og geymslu- og bílakjallara á lóðinni nr. 1 við Grensásveg.
108 Reykjavík
Landnúmer: 105655 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011519