Sigtúnsreitur, veitulóð, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu Sigtúnsreitur vegna stofnunar nýrrar lóðar fyrir Veitur ohf. við Engjateig. Veitur og Reykjavíkurborg gera með sér makaskiptasamning á lóðum. Núverandi lóð Veitna ohf. að Lágmúla 2 verður færð til Reykjavíkurborgar og fá Veitur þess í stað nýja lóð við Engjateig fyrir framtíðar borholuhús. Hin nýja lóð Veitna er jafn stór þeirri gömlu, 1874m2. Einnig er skilgreint 6500m2 helgunarsvæði fyrir bor, tæki og mannvirki sem tengjast því þegar borað er fyrir heitu vatni, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 24. júní 2020. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Komur og brottfarir
  • - Kl. 12:47 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi.
  • - Kl. 12:47 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.