Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 72
13. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði við  Esjurætur. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2020. 
Svar

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.